top of page
75603991_571407260355255_7447302295731044352_n (1).jpg

Þjónusta

Hjá Kakalaskála er boðið upp á fjölbreytta þjónustu. Upplýsingar og bókanir hjá Sigurði í síma 8992027 og Maríu í síma 8658227 eða í gegnum vefsíðuna.

 

Opið samkvæmt samkomulagi frá 1. september 2024.

Sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn á 5 tungumálum

Sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á sögu Þórðar kakala. Sigurður Hansen skrifaði lengri hljóðleiðsögn og Anna Dóra Antonsdóttir styttri útgáfu. Hljóðleiðsögnin er til á íslensku, ensku, norsku, þýsku og tyrknesku. Fjórtán listamenn frá 10 þjóðlöndum unnu 30 verk sýningarinnar og var Jón Adólf Steinólfsson, myndhöggvari, listrænn stjórnandi.

Verð

3000 kr. á sögu- og listasýningu.

2500 kr. eldri borgarar.

Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Vinnustofa Maríu og antikbúð

Vinnustofa Maríu Guðmundsdóttur og antikbúð býður upp á handverk og ýmislegt notað og nýtt. Minjagripir.

Verslunin er opin á sama tíma og Kakalaskáli, og einnig samkvæmt samkomulagi.

Útleiga á sal

Kakalaskáli er leigður út fyrir ýmis konar viðburði. Salurinn þykir henta einstaklega vel fyrir ýmsa viðburði, s.s. brúðkaups-, útskriftar- og fermingarveislur.

Sviðsetning Haugsnesbardaga / Grjótherinn

Þessi mannskæðasti bardagi Íslandssögunnar átti sér stað þann 19. apríl 1246 ,, í túninu heima''. Þar áttust við fylkingar höfðingjanna Þórðar kakala (Sturlungar) og Brands Kolbeinssonar (Ásbirningar). Um er ræða tilgátu Sigurðar Hansen, eiganda Kakalaskála, en hann fékk Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2015 fyrir fyrir framlag til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaaldar. Leiðsögn má kaupa hér.

Verð

Aðgangur ókeypis.

Alltaf opið.

Veitingar

Boðið er upp á veitingar fyrir hópa. Bóka þarf fyrirfram. 

Súpa og brauð / matur.

Kaffi og meðlæti.

Viðburðir

Í Kakalaskála eru reglulega viðburðir, ýmist  á eigin vegum eða í samstarfi við aðra.

Fylgist með hér á síðunni eða á Facebooksíðu Kakalaskála.

Umsögn

GFR53436_postur.jpg
Esther (3).jpg

Esther Ágústsdóttir, dóttir eigenda Kakalaskála

Ég og fjölskylda mín höfum átt margar af okkar skemmtilegustu stundum í Kakalaskála. Salurinn hentar frábærlega fyrir hin ýmsu tilefni.
bottom of page