Kakalaskáli

Sigurður Hansen býður upp á leiðsögn eftir pöntun um sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246, þar sem hann segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarás bardagans.

Á staðnum er sögu- og listasýning frá átakatímum 13. aldar.

Sviðsetning Haugsnesbardaga (Grjótherinn)

Þessi mannskæðasti bardagi Íslandssögunnar átti sér stað þann 19. apríl 1246 ,, í túninu heima''. Þar áttust við fylkingar höfðingjanna Þórðar kakala (Sturlungar) og Brands Kolbeinssonar (Ásbirningar). Um er ræða tilgátu Sigurðar Hansen, eiganda Kakalaskála, en hann fékk Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2015 fyrir fyrir framlag til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaaldar.

Kakalaskáli

Móttaka gesta. Málþing, fundir og sýningar, auk ýmissa viðburða.

Sýningin

Sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á sögu Þórðar kakala. Sigurður Hansen skrifaði lengri hljóðleiðsögn og Anna Dóra Antonsdóttir styttri útgáfu. Hljóðleiðsögnin er til á íslensku, ensku, norsku, þýsku og tyrknesku. Fjórtán listamenn frá 10 þjóðlöndum unnu 30 verk sýningarinnar og var Jón Adólf Steinólfsson, myndhöggvari, listrænn stjórnandi.

Verslunin

Vinnustofa Maríu Guðmundsdóttur.

Handverk og ýmislegt notað og nýtt. Minjagripir.