top of page

Á Sturlungaöld

Á 13. öld, sem kölluð hefur verið Sturlungaöld, urðu Skagfirðingar vitni að skelfilegum atburðum og átökum þegar valdaættir börðust um landsyfirráð, sem leiddu oft til manndrápa og ægilegra mannrauna. Óöld þessi er kennd við ætt Sturlunga sem drottnuðu yfir mestum hluta Vesturlands og á austanverðu Norðurlandi, studdir af Noregskonungi. Ásbirningar réðu ríkjum í Skagafirði. Haukdælir, sunnanlands, stóðu með Ásbirningum gegn Sturlungum. Oddaverjar sem einnig voru sunnanlands og Skaftfellingar fyrir austan veittu ýmsum lið. Ásbirningar sigruðu Sturlunga í Örlygsstaðabardaga 1238 með aðstoð Haukdæla. Þeir höfðu einnig betur í Flóabardaga 1244, en Sturlungar sigruðu í Haugsnesbardaga 1246 og brutu þar með veldi þeirra á bak aftur. Sextán árum síðar samþykktu Íslendingar sáttmála við Noregskonung og gengu honum á hönd.

Midaldaklaedn.jpg

Höfundar texta: Sigríður Sigurðardóttir, Kristín Jónsdóttir og Sara R. Valdimarsdóttir. Ljósm. Kristín Jónsdóttir.

bottom of page